Monday, October 14, 2013

9 mánaða!

Þá er Katla Eldey orðin 9 mánaða, búin að vera svipað lengi inni í bumbu og úr bumbu.
Tíminn líður eitthvað svo ótrúlega hratt og allt í einu er barnið sem bjó í bumbunni farið að veifa bless, dansa og borða fisk.
Katla er hjá dagmömmu á daginn og svo passa Eiður frændi og Ásthildur hana seinnipartinn, þegar pabbi hennar er að vinna. Þetta gengur allt alveg afskaplega vel og henni leiðist sko ekki að hafa svona mikið af skemmtilegu fólki í kringum sig :)
Við erum ekki búin að vera nógu dugleg að taka myndir á myndavélina undanfarnar vikur, en hér koma samt nokkrar :)
















No comments:

Post a Comment