Sunday, September 15, 2013

8 mánaða!

Katla Eldey varð 8 mánaða á föstudaginn!
Nú eru báðir foreldrarnir búnir í fæðingarorlofi og aðlögun hjá dagmömmu tekur við á morgun. Öðruvísi tímar framundan!
Við erum búin að skemmta okkur konunglega saman undanfarnar vikur. Við skelltum okkur m.a í heimsókn austur á Hornafjörð, þar sem Maggi afi hélt uppá stórafmæli.
Katla er komin með tvær tennur og kann orðið að segja 'datt' og fleiri einföld orð, sem hún notar óspart. Það styttist örugglega í að hún fari að standa óstudd og labba, en hún leikur áhættuatriði fyrir okkur allan daginn.
Hún klappar saman lófunum, sýnir hvað hún er stór, gefur high five og veifar bless. Áður en við vitum af verður hún farin að biðja um pening í bíó. Katla Eldey er svo sannarlega mikill gleðigjafi :)

Í peysu af mömmu



Útsýnið úr bakgarðinum í heima í Hólmi er ekki slæmt




Álfur hreindýrskálfur

Afmælisbarnið eitthvað feimið

Hjá Gunnu ömmu og Arndísi frænku

Hjá Gauja frænda

Pabbi að græja veislu

Móa nágranni kom í heimsókn til okkar














No comments:

Post a Comment