Friday, February 14, 2014

1 árs afmæli Kötlu Eldeyjar!

Katla varð 1 árs 13.jan síðastliðinn og hélt kisuveislu nokkrum dögum seinna handa vinum og vandamönnum. Við áttum ótrúlega skemmtilegan dag! Myndirnar koma auðvitað mánuði of seint, en komu þó :)

















:)



Sunday, February 2, 2014

Síðustu 3 mánuðir

Katla Eldey hefur ekki bloggað í nokkra mánuði, en það er vegna þess að tölvan á heimilinu hrundi. Blessuð sé minning hennar. Við fjárfestum í nýrri tölvu í gær (algjörri skvísu!) og því er tilvalið að setja inn nýja færslu með myndum frá síðustu mánuðum.
Í síðustu færslu var Katla Eldey ekki nema 9 mánaða, en síðan hefur margt breyst, því hún er orðin eins árs! Hún er að safna tönnum, farin að tala helling (orðin kúka, kisa og mjá eru t.d í uppáhaldi!) og svo byrjaði hún að labba tæplega 10 mánaða. Þessa dagana hleypur hún út um allt, klifrar, keyrir á bílnum sínum og biður mann ýmist um að syngja eða lesa fyrir sig. Hún á orðið fullt af bókum og hefur einstaklega gaman af þeim sem segja sögur af kisum eða öðrum dýrum.
Hér kemur heill hellingur af myndum sem teknar voru á síðustu 3 mánuðum. Svo ætla ég að gera sér afmælisblogg, því í afmælinu hennar voru teknar margar skemmtilegar myndir.

9 mánaða Katla hjá Tinnu 'frænku'








10 mánaða grallari að stelast í skúffurnar


Við fengum heimsókn frá Fríðu Láru í nóvember!

Það er hálft ár á milli þeirra og í augnablikinu er stærðarmunurinn töluverður :)




Þær skiptust á snuðum



Pabbi segir að jólamaturinn sé að verða tilbúinn!



jólafjölskylda



Þessi fékk nokkra pakka :)

Katla að borða jólamatinn með bestu lyst

Mamma að borða jólamatinn

Pabbi að borða jólamatinn






Þessi pakki var spennandi!



Bless í bili!

Monday, October 14, 2013

9 mánaða!

Þá er Katla Eldey orðin 9 mánaða, búin að vera svipað lengi inni í bumbu og úr bumbu.
Tíminn líður eitthvað svo ótrúlega hratt og allt í einu er barnið sem bjó í bumbunni farið að veifa bless, dansa og borða fisk.
Katla er hjá dagmömmu á daginn og svo passa Eiður frændi og Ásthildur hana seinnipartinn, þegar pabbi hennar er að vinna. Þetta gengur allt alveg afskaplega vel og henni leiðist sko ekki að hafa svona mikið af skemmtilegu fólki í kringum sig :)
Við erum ekki búin að vera nógu dugleg að taka myndir á myndavélina undanfarnar vikur, en hér koma samt nokkrar :)