Sunday, February 2, 2014

Síðustu 3 mánuðir

Katla Eldey hefur ekki bloggað í nokkra mánuði, en það er vegna þess að tölvan á heimilinu hrundi. Blessuð sé minning hennar. Við fjárfestum í nýrri tölvu í gær (algjörri skvísu!) og því er tilvalið að setja inn nýja færslu með myndum frá síðustu mánuðum.
Í síðustu færslu var Katla Eldey ekki nema 9 mánaða, en síðan hefur margt breyst, því hún er orðin eins árs! Hún er að safna tönnum, farin að tala helling (orðin kúka, kisa og mjá eru t.d í uppáhaldi!) og svo byrjaði hún að labba tæplega 10 mánaða. Þessa dagana hleypur hún út um allt, klifrar, keyrir á bílnum sínum og biður mann ýmist um að syngja eða lesa fyrir sig. Hún á orðið fullt af bókum og hefur einstaklega gaman af þeim sem segja sögur af kisum eða öðrum dýrum.
Hér kemur heill hellingur af myndum sem teknar voru á síðustu 3 mánuðum. Svo ætla ég að gera sér afmælisblogg, því í afmælinu hennar voru teknar margar skemmtilegar myndir.

9 mánaða Katla hjá Tinnu 'frænku'








10 mánaða grallari að stelast í skúffurnar


Við fengum heimsókn frá Fríðu Láru í nóvember!

Það er hálft ár á milli þeirra og í augnablikinu er stærðarmunurinn töluverður :)




Þær skiptust á snuðum



Pabbi segir að jólamaturinn sé að verða tilbúinn!



jólafjölskylda



Þessi fékk nokkra pakka :)

Katla að borða jólamatinn með bestu lyst

Mamma að borða jólamatinn

Pabbi að borða jólamatinn






Þessi pakki var spennandi!



Bless í bili!

No comments:

Post a Comment