Hálft ár er liðið síðan mýslan okkar kom í heiminn hérna í Stigahlíðinni, en við munum ekki hvernig lífið var áður. Kötlu Eldeyju fylgir mikil gleði og henni finnst gaman að vera með læti. Hún kann bara að skríða afturábak og verður alltaf jafn hissa þegar dótið á gólfinu fjarlægist, sama hvað hún reynir að ná því. Katla Eldey er sannkallaður orkubolti og við elskum hana út í geim og aftur til baka.
Fallega Katlan mín <3
ReplyDelete