Thursday, June 20, 2013

17.júní og blaðran góða

Við fjölskyldan fórum í göngutúr niður í bæ á 17.júní og fengum okkur m.a að borða á Uno. Þar inni vakti gasblaðra stráksins á næsta borði mikinn áhuga Kötlu Eldeyjar og ákváðum við að kaupa handa henni eina slíka. Hún svaf alla leiðina heim, en eins og sjá má á myndunum hitti blaðran beint í mark þegar sú litla vaknaði. Hún er svo ánægð með hana að hún vill helst halda í hana á meðan á brjóstagjöf stendur.












Wednesday, June 19, 2013

5 mánaða!

Katla Eldey varð 5 mánaða í síðustu viku. Hún fór í skoðun og fékk tvær sprautur lærið í tilefni dagsins. Hún lét það nú ekki á sig fá og var sprækasta manneskjan á svæðinu þegar heim var komið. Katla er afskaplega glaðlynt barn og það er svo gaman hjá henni að hún þarf aldrei að sofa!












Monday, June 10, 2013

:) :) :)


Katla Eldey tók sig til og stal snuðinu hans Ara



Katla og Móa

Anika, Móa, Katla, Breki, Ari og Jón Bragi




Golíat er góður félagi. Hann fer að nálgast þrítugt.


Svolítið lík pabba sínum :)



Katla Eldey fékk matarstól og getur nú setið við borð eins og fullorðnir.


Amalía amma, Tjörvi afi, Elli og Begga komu í mat.