Monday, March 18, 2013

Vídjó!

Hér eru nokkur nýleg video af snúllunni. Ath að hljóðið er töluvert hærra í fyrsta myndbandinu.

 






Wednesday, March 13, 2013

Monday, March 11, 2013

Bað, glens og grín.

Í dag fórum við í bað. Það finnst Kötlu Eldeyju alltaf ótrúlega gaman og hún getur ekki beðið eftir að komast í sund!







Barnið er eiginlega alltaf með bros á vör! Foreldrarnir hljóta bara að vera svona skemmtilegir.


Friday, March 8, 2013

8.mars

Þegar mamman var 19 ára vann hún í barnafataversluninni Du pareil au méme ("frönsku búðinni" á Laugaveginum). Þar var hægt að kaupa ýmislegt fallegt, en búðin er því miður ekki lengur til á Íslandi. Þá keypti hún þennan bleika samfesting handa dótturinni sem hún ætlaði einhverntíman að eignast :)










Monday, March 4, 2013

Fyrstu 7 vikurnar

Lítil mús fæddist 13.janúar 2013. Hún var reyndar ekkert svo lítil mús, því hún var 19 merkur og 51 cm. Bollumús! Biðin eftir þessari mús hefði allt eins getað verið 7 ár, eða það fannst mömmu hennar að minnsta kosti. Músin lét hafa svolítið fyrir sér á meðgöngunni og mamman þurfti að hætta að vinna mjög snemma til þess að geta strokið bumbunni allan daginn. 


Eftir 40 vikur og 6 daga mætti hún síðan loksins í heiminn, heima í Stigahlíðinni. Tvær yndislegar ljósmæður voru viðstaddar, en föðursystir músar var önnur þeirra og tók hún á móti.


Glæný


Daginn eftir að músin kom í heiminn þurfti að leggja hana inn á vökudeild barnaspítalans, en hún var með það sem kallað er 'vot lungu'. Foreldrunum fannst það nú ekki beint spennandi að horfa uppá, en hún styrktist hratt og fékk að fara heim nokkrum dögum seinna.






10 dögum seinna þurfti mamman líka smá innlögn. Hún fékk nú samt að fara heim mjög fljótt, eða eftir smá hvíld og rausnarlegan glaðning úr blóðbankanum/gleðibankanum. Bæði mús og móður heilsast mjög vel í dag!



Spítalamatur eins og hann gerist bestur. Gulrætur með rúsínum(!?)


Gaman er að fylgjast með músinni vaxa og þroskast. Hún brosir, hlær (hljóðlaust ennþá að vísu!) og kætir foreldranna geð.









Þessar vinkonur eru fæddar 11.,12. og 13.janúar



Stundum vefst það fyrir pabbanum hvernig á að klæða barnið í buxur. Það hlýtur að koma með tímanum.




Sofandi á bumbunni á mömmu








Músin er mikil aðdáandi múminálfanna. Hún bara veit það ekki ennþá!

2.mars var nafn músarinnar opinberað að viðstöddum ömmum, öfum, frænkum, frændum og mökum. Hún fékk nafnið Katla Eldey, en foreldrarnir voru lengi búnir að berjast við að kjafta því ekki í fólk. Fólk gæddi sér á súpu og kökum og dagurinn hefði ekki getað verið betri!


Nafnatertan var heimatilbúin og bar það líklega með cher. Bragðgóð var hún samt!

Litla fjölskyldan á nafnadaginn

Katla Eldey

Með Amalíu ömmu og Tjörva afa

Með Guðrúnu ömmu og Magnúsi afa



Hér ætlum við að setja inn fréttir, myndir og upplýsingar um Kötlu Eldeyju svoleiðis að fjölskyldurnar okkar og aðrir aðdáendur geti fylgst með.

Takk og bless! <3