Saturday, August 24, 2013

Kötlupartý!

Katla Eldey fékk nokkra góða vini í heimsókn síðasta fimmtudag












Friday, August 16, 2013

7 mánaða!

Nú er Katla Eldey orðin 7 mánaða, en stundum heldur hún reyndar að hún sé 7 ára. Hún kann orðið að skríða og mega foreldrarnir ekki líta af henni í svo mikið sem eina sekúndu. Hún styður sig við húsgögn, stendur og tekur nokkur hliðarskref. Aðal sportið er að klappa, en hún klappar við ýmis tilefni. Til dæmis þegar hún er reið og grætur. Hún gefur okkur high five eins og enginn sé morgundagurinn og segir 'mamma' (mömmunni til mikillar ánægju) í gríð og erg, þrátt fyrir að vita ekki alveg merkinguna á  bakvið orðið.
Við eyddum rúmum 2 vikum í sveitinni og það var langþráð dvöl. Katla Eldey kann vel við sig á Hornafirði og stefnir á að fara þangað aftur í lok ágúst til að halda upp á fimmtugsafmæli afa síns. Meðfylgjandi eru myndir frá síðustu vikum :)